Samgöngur í þéttbýli

-Grein birt í Sunnlenska fréttablaðinu 4. mars 2010-

Hlutverk gatna er ekki eingöngu til þess að akandi komist um þær á eins fljótlegan og þægilegan hátt og hægt er. Hlutverk þeirra er einnig að gegna félagslegu og efnahagslegu tilliti. Þegar horft er til miðbæja víðsvegar um heim þá er lögð áhersla á að umferð sé þar hæg, göturnar séu líflegar og fallegar og fjölbreytileg þjónusta sé við þær. Mikil umræða hefur farið fram hér í sveitarfélaginu á undanförnum árum um hvernig miðbæir eiga að vera og líta út, en minna hefur verið um framkvæmdir. Þó er flestum ljóst að ástandið eins og það er nú er ekki til mikils sóma fyrir byggðarkjarnana.

Þjóðvegurinn

Á álagstímum yfir sumartímann skapast oft veruleg óþægindi af umferðinni í miðbæ Selfoss. Á meðal sumardegi er umferðin um 20.000 bílar á sólarhring um þann kafla þjóðvegarins sem liggur í gegnum bæinn. Samkvæmt könnun sem gerð var árið 2003 er gegnumumferð um 15% á þeim kafla þjóðvegarins sem liggur í gegnum Selfoss eða um 3000 bílar á meðalsumardegi. Gert er ráð fyrir að um 3-600 bílar bætist við á dag vegna Landeyjahafnar. Það er því ljóst að það stefnir í óefni þegar nýja höfnin verður vígð.

Hver er lausnin?
Það er tvennt hægt að gera í stöðunni, bæta samgöngur í þéttbýlinu eða gera hjáleið. Bæjaryfirvöld hafa á síðustu árum komið til móts við þá þörf að bæta samgöngur í þéttbýlinu með gerð göngu- og hjólreiðastíga sem léttir á akandi umferð. Vegagerðin hefur einnig lagt sitt af mörkum með gerð hringtorgs við Ölfusárbrú. Nú er vandséð hvernig bæta á samgöngur frekar nema með hjáleið og þá væntanlega með nýrri brú yfir Ölfusá. Þegar velja á staðsetningu fyrir nýju brúnna þarf að vera skýrt hvaða markmiðum henni er ætlað að ná og að sú lausn sé valin sem líklegust er til að ná þeim markmiðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.3.2010 kl. 12:51

2 identicon

Hver er stefna D í almeningssamgöngum hér á milli bygðarkjarna í Árborg.

Fór á framboðsfund hjá samfylkingu á Rauða Húsini fyrir þeirra prófkjör og þar spurði ég þessarar spurningar. Svar þeirra var ef við höldum velli verður ekki hruflað við strætó. Frammíkall kom úr sal frá fyrrum bæjarfulltrúa X-S ef þið viiljið losna við strædó þá skuluð þið kjósa X-D

Rúnar Eiríksson (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 00:27

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Ellert: Þarna hittirðu hérumbil beint í mark, það vantar tilfinnanlega í þennan pistil þinn að ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að fólk fari hjólandi á milli byggðakjarna hér í Árborg. Síðastliðið sumar hjólaði ég niðurá Eyrabakka með viðkomu á Stokkseyri í bakaleiðinni, umferðarþunginn var MJÖG mikill enda sunnudagurinn um verslunarmannahelgina. Alla leiðina mátti ég halda mig því sem næst úti á ómalbikaðari öxlinni, hefði ég ekki gert það þá sæti ég einfaldlega ekki hér og gerði þessa athugasemd. Aðra athugasemd hef ég fyrir þig að svara, sammála er ég Rúnari Eiríkssyni.  Þetta er einmitt málið hjá ALLTOF mörgum sjálfstæðismanninum, fyrst niðurskurð þarf að framkvæma þá skulum við einmitt byrja á öryrkjum og gamalmennum. Einmitt slíkir hópar nýta þessa ÞJÓNUSTU, þó skólakrakkar séu einnig í þeim hópi.

Eiríkur Harðarson, 11.3.2010 kl. 00:22

4 Smámynd: Tómas Ellert Tómasson

Stefna x-D í samgöngumálum fyrir seinustu kosningar var að koma á fót almenningssamgöngum í sveitarfélaginu, þær eru nú til staðar.

Tómas Ellert Tómasson, 11.3.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband