List í Árborg

-Grein birt í Sunnlenska fréttablaðinu 2. maí 2013- 

Hagleiksfólk er víða í sveitarfélaginu. Það fólk sem stundar alþýðulist er að mestu áhugafólk sem nostrar við sín listaverk.

Í flestum tilvikum er þetta fólk sem ekki selur sín verk og er ekki með gróðasjónarmið að leiðarljósi, heldur frekar sköpun og skemmtilegheit fyrir okkur hin. Það sem einkennir fólk sem stundar og gerir útilistaverk svo skemmtileg er að það lætur efniviðinn oft um að ráða endanlegri útkomu.

Hvað getur sveitarfélagið gert til hjálpar?
Sveitarfélagið getur veitt þessu fólki svæði þar sem þau geta unnið verk sín. Í Árborg eru nokkuð mörg og stór landssvæði þar sem þessir listamenn okkar geta unnið sína vinnu. Sem dæmi þá eru stór svæði við Hellismýrarhelli og á Snæfoksstöðum sem hægt væri að nýta fyrir hverskonar úti alþýðulist s.s. tréskurð, steinsmíði osfrv..

Aðdráttarafl
Það mætti hugsa sér að Skógrækt Selfoss tæki þátt í verkefninu og útvegaði þessu fólki vinnusvæði á sínu yfirráðasvæði. Skógræktarfólk eru að hluta alþýðulistamenn er auðga okkar líf. Það fólk hefur lagt mikið á sig til að fegra umhverfi okkar. Sama á við um alþýðulistamennina. Aðdráttarafl þessa fólks og samvinna gæti komið sveitarfélaginu vel. Ég vona innilega að Sveitarfélagið Árborg sýni okkar alþýðulistafólki stuðning í formi anda og landsvæðis.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband