Sundlaugar með lífræna hreinsun
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
-Grein birt í Tæknivísi 2008, blaði byggingartæknifræðinema við HR-
Í janúar 2007 fórum við starfsmenn á Verkfræðistofu Árborgar á ráðstefnu í Hannover ásamt Önnu Elínu byggingartæknifræðinema við Háskólann í Reykjavík, til að fræðast um sundlaugar með lífræna hreinsun. Við vorum einu fulltrúar Íslands og vöktum töluverða athygli fyrir. Þarna viðuðum við að okkur gögnum og fræddumst mikið um þessar gerðir lauga. Úr varð að Anna sem við buðum með gerði lokaverkefni um laugarnar, sem að ég svo leiðbeindi við. Þessi grein er úrdráttur úr því verkefni (ýta á tengilinn).
Í sömu ferð sáum við Íslendinga vinna Slóvena á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.