Fjárhagsáætlanir og rekstrarniðurstöður Sveitarfélagsins Árborgar

-Grein birt í Dagskránni 23. september 2010-

Sveitastjórnum er skylt að gera fjárhagsáætlanir. Árlegar fjárhagsáætlanir eru skuldbindandi hvað varðar ráðstöfun fjármuna og fjármálastjórn sveitarfélagsins á því rekstrarári sem hún nær yfir. Þriggja ára áætlunum er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir fjármálastjórn sveitarfélagsins og innihalda meiri óvissu en eins árs áætlanirnar.

Mikilvægi þekkingar á stöðu mála
Rekstur Sveitarfélagsins Árborgar er mjög erfiður um þessar mundir. Baukurinn er tómur og skuldirnar rúmlega ein milljón á hvern íbúa sveitarfélagsins. Því er mjög mikilvægt að allir hlutaðeigandi aðilar sem koma að fjármálastjórn Sveitarfélagsins Árborgar hafi víðtækan og sameiginlegan skilning á stöðunni. Í því sambandi er mikilvægt að menn kynni sér stöðuna, ræði hana sín á milli og nái sem mestri sátt um þær aðgerðir sem nauðsynlegar eru. Ef menn hafa ekki sama skilning á stöðunni, er hætta á því að þeir sem eru á móti þeim breytingum sem nauðsynlegar eru vinni gegn þeim. Það má til dæmis gera með því að gera lítið eða mikið úr forsendum sem liggja að baki áætlunum og niðurstöðum milliuppgjöra. Forsenda þess að sveitarfélagið geti aðlagað rekstur sinn að núverandi umhverfi er sú að allir vinni saman að því að ná tökum á fjármálunum, hvar í flokki sem þeir standa, íbúunum til heilla.
 
Bætt rekstrarniðurstaða?
Það má þakka endurskoðendum og starfsmönnum sveitarfélagsins fyrir þann árangur sem kom fram í milliuppgjörinu sem nú var kynnt. Fasteignagjöld ársins eru nefnilega bókuð sem tekjur á fyrri hluta ársins samkvæmt venju, en ekki á seinni hluta ársins. Íbúar og bæjarfulltrúar vita að þær tekjur koma til með að dreifast jafnt yfir árið. Því gefur milliuppgjörið ekki raunhæfa mynd af stöðunni. Ekki er tilefni til að hoppa hæð sína í loft upp af kæti yfir þessu milliuppgjöri heldur er réttara að halda sér á jörðinni og sjá hvernig útkoman verður í lok árs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 11.11.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband