Frábært framtak
Miðvikudagur, 7. apríl 2010
MS er sjúkdómur í miðtaugkerfinu (heila og mænu).
Multiple Sclerosis er ráðgáta sem valdið hefur miklum heilabrotum innan læknisfræðinnar frá því sjúkdómnum var fyrst lýst af franska taugasjúkdómafræðingnum Charcot árið 1868. Sjúkdómurinn hefur áhrif á miðtaugakerfið og getur, að mismunandi miklu leyti, haft áhrif á taugaboð í heilanum, mænunni og sjóntaugum.
Nafn sjúkdómsins gefur til kynna hvað gerist þegar fólk fær MS. Sclerosis er grískt orð og þýðir ör eða harðnandi vefurog multiple þýðir mörg. Endurtekin MS köst geta valdið margvíslegum skemmdum í miðtaugakerfinu og er það afleiðing af niðurbroti mýelins, sem er einangrandi efni sem umlykur taugafrumur. Þetta getur dregið úr hreyfihæfni, skynjun og hugsun að meira eða minna leyti. Síðan MS var fyrst uppgötvaður hefur hann verið rannsakaður ítarlega um víða veröld. Orsakir hans og lækning eru enn óljós.
Ýmsar almennar greinar um sjúkdóminn er að finna í greinasafni á msfelag.is
Multiple Sclerosis er ráðgáta sem valdið hefur miklum heilabrotum innan læknisfræðinnar frá því sjúkdómnum var fyrst lýst af franska taugasjúkdómafræðingnum Charcot árið 1868. Sjúkdómurinn hefur áhrif á miðtaugakerfið og getur, að mismunandi miklu leyti, haft áhrif á taugaboð í heilanum, mænunni og sjóntaugum.
Nafn sjúkdómsins gefur til kynna hvað gerist þegar fólk fær MS. Sclerosis er grískt orð og þýðir ör eða harðnandi vefurog multiple þýðir mörg. Endurtekin MS köst geta valdið margvíslegum skemmdum í miðtaugakerfinu og er það afleiðing af niðurbroti mýelins, sem er einangrandi efni sem umlykur taugafrumur. Þetta getur dregið úr hreyfihæfni, skynjun og hugsun að meira eða minna leyti. Síðan MS var fyrst uppgötvaður hefur hann verið rannsakaður ítarlega um víða veröld. Orsakir hans og lækning eru enn óljós.
Ýmsar almennar greinar um sjúkdóminn er að finna í greinasafni á msfelag.is
Þetta er mjög erfitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2010 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.