Fjör í Árborg

-Grein birt í Dagskránni 28. janúar 2010-

Sérstaða sveitarfélagsins Árborgar er meðal annars fólgin í því að vera staðsett við eina helstu matarkistu landsins, með ægifagurt útsýni til allra átta. Við ströndina höfum við sjávarfangið og upp í landi höfum við landbúnaðarafurðirnar. Á þessum auðlindum byggðist lífið hérna í upphafi og gerir enn í dag, ásamt öflugum iðn- og þjónustufyrirtækjum. Bæjarhátíðir með áherslu á sérstöðu sveitarfélagsins og öflugri markaðssetningu okkar afurða myndu vekja mikla eftirtekt. Þrátt fyrir erfiða tíð, þá er það nú svo að táp og fjör og frískir menn finnast hér í Árborg enn. Matarhátíðir þar sem blásið er kröftuglega í lúðra í stórum tjöldum og sungið hástöfum íslensk þjóðlög með tilheyrandi dönsum er eitthvað sem dregur að forvitna ferðamenn jafnt innlenda sem erlenda.

Hlutverk sveitarfélagsins
Hlutverk sveitarfélagsins er að greiða götu einstaklingana og fyrirtækjanna á svæðinu til að skapa slíka stemningu. Nú þegar íslensk framleiðsla og heimilisiðnaður eru í hávegum höfð er tækifæri til sóknar. Landbúnaðarsýningar sem haldnar hafa verið á Selfossi eru góð dæmi um vel heppnaðar hátíðir sem vöktu þjóðarathygli. Sveitarfélagið Árborg getur vel hjálpað til við að skapa umgjörð um slíka viðburði, í stað þess að niðurgreiða bæjarhátíðir í öðrum sveitarfélögum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband