Framtíðin er björt
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
-Grein birt í Sunnlenska fréttablaðinu 28. janúar 2010-
Íbúum sveitarfélagsins er kunn sú staðreynd að hér í Árborg eigum við afreksfólk í fremstu röð á allflestum sviðum íþróttanna. Árangur knattspyrnudeildar U.M.F. Selfoss á síðasta keppnistímabili í meistaraflokki, er afrakstur óeigingjarns starfs fjölmargra sjálfboðaliða og leikmanna sem unnið hafa í þágu deildarinnar. Þar sannaðist að góðir stuðningsmenn eru lykillinn að góðum árangri. Mikil eftirvænting er í sveitarfélaginu fyrir komandi tímabil að sjá Selfossliðið spreyta sig í deild þeirra bestu á Íslandi. Engin vafi er í mínum huga að vel eigi eftir að takast til. Knattspyrnudeildin rekur metnaðarfullt starf þar sem um 600 börn og unglingar iðka íþróttina undir stjórn vel menntaðra þjálfara samkvæmt fullmótaðri kennsluskrá. Framtíðin er björt, því úr þessu starfi höfum við á síðustu árum eignast knattspyrnumenn og konur í landsliðum Íslands. Svipaða sögu má segja um aðrar deildir innan ungmennafélagsins sem reknar eru með miklum myndarbrag.
Hlutverk sveitarfélagsins
Hlutverk sveitarfélagsins er að útbúa þá aðstöðu sem þarf til að árangur náist. Krafa íbúana var sú að þjóðarleikvangur" okkar yrði staðsettur fyrir miðju höfuðstaðs Suðurlands. Hrósa ber fráfarandi bæjarstjórnarmeirihluta fyrir að taka mark á kröfum íbúana og taka vinkilbeygju í afstöðu sinni á framtíðarstaðsetningu hans, því hjarta Selfoss er mun heppilegri staðsetning fyrir íþróttamannvirki en Eyðimörk í útjaðri bæjarins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.